Ársskýrsla
2021

Ávarp forstjóra
Hugverkastofan í 30 ár
Árið 2021 fagnaði Hugverkastofan merkum tímamótum en stofnuninni var ýtt úr vör undir heitinu Einkaleyfastofan þann 1. júlí 1991. Saga Hugverkastofunnar er samofin sögu nýsköpunar og breytinga í iðnaði hér á landi síðustu 30 ár. Á þessum tíma hefur umfang hugverka og hugverkaréttinda aukist til muna. Það er ekki aðeins að þakka aðild Íslands að ýmsum mikilvægum alþjóðlegum samningum heldur einnig aukinni áherslu stjórnvalda á nýsköpun og þróun iðnaðar. Í dag er öflugur hugverkaiðnaður undirstaða verðmæta-sköpunar og velsældar á Íslandi.
Starfsemi og hlutverk
Nýtt skipurit
Endurskoðuð stefna Hugverkastofunnar tók gildi 1. maí 2021 og gildir stefnan út árið 2022. Samhliða endurskoðaðri stefnu tók gildi nýtt skipurit sem var meðal annars ætlað að skerpa betur á hlutverkum sviða.
Í stefnunni er rík áhersla lögð á áframhaldandi uppbyggingu á skilvirkri og notendamiðaðri þjónustu og leika þróun á stafrænum lausnum og upplýsingamiðlun því lykilhlutverk í stefnumiðum og helstu verkefnum á komandi misserum.
Áfram verður lögð áhersla á að styrkja ásýnd og auka vitund um hugverkaréttindi. Enn fremur leggjum við okkur fram við að skapa góðan vinnustað samhliða því að stuðla að stöndugum og umhverfisvænum rekstri.
Breytingar á skipulagi og skipuriti styðja með gagnsæjum hætti við markmið endurskoðaðrar stefnu og er ætlað að styrkja starfsemi stofnunarinnar jafnt inn á við sem út á við. Þá verður aukin áhersla lögð á flæði upplýsinga og þekkingar með innleiðingu á fjölbreyttri teymisvinnu.

Hugverkasvið
Rekstrarsvið
Þjónustusvið
Skrifstofa forstjóra
Lagaleg málefni
Breytingar á löggjöf á árinu
Lög um einkaleyfi nr. 17/1991 (ell.) tóku breytingum á árinu með lögum nr. 57/2021 sem innleiddu svonefnda SPC-undanþágu (e. SPC waiver). Samkvæmt 65.gr. a. ell. er nú heimilt að veita undanþágu til þriðju aðila frá þeirri vernd sem efni/lyf njóta með útgáfu viðbótarvottorðs (SPC) til framleiðslu á og/eða til framkvæmdar á nauðsynlegum aðgerðum til framleiðslu á efni/lyfi sem ætlað er til útflutnings út fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Einnig getur undanþágan varðað framleiðslu til geymslu á slíkum efnum/lyfjum vegna markaðssetningar hér á landi eftir að viðbótarvernd rennur út.
Breytingin byggir á reglugerð ESB nr. 933/2019, sem breytti reglugerð ESB um vottorð um viðbótarvernd fyrir lyf nr. 469/2009 og bíður innleiðingar í EES-samninginn. Reglugerð til nánari útfærslu á því til hvaða aðgerða framleiðendur þurfa að grípa til þess að nýta sér undanþáguna og umsýslu Hugverkastofunnar er væntanleg á árinu 2022.
Aðrar lagabreytingar sem geta varðað málsmeðferð Hugverkastofunnar að einhverju leyti voru m.a. lögfesting nýrra laga um íslensk landshöfuðlén nr. 54/2021. Í 12. gr. laganna er tekið sérstaklega fram að rétthafi léns beri ábyrgð á því að notkun hans á léni skerði ekki réttindi annarra, þ.m.t. hugverkaréttindi. Hugverkastofan sendi inn umsögn um frumvarpið á meðan það var til meðferðar.
Engar umfangsmiklar breytingar urðu á alþjóðlegu regluverki á árinu sem hafa áhrif á starfsemi Hugverkastofunnar. Breytingar á Madrid Protocol, PCT- og Hague-reglum sem samþykktar voru á Allsherjarþingi WIPO haustið 2021 eru aðgengilegar á vefsíðu WIPO en þær vörðuðu einkum tilnefningu og skráningu á umboðsmönnum í Madrid-ferlinu, kirnaraðir (e. sequence listings) og þýðingar í PCT-ferlinu, sem og fresti, birtingu og forgangsréttarkröfur í alþjóðlegu hönnunarferli. Flestar breytingar taka gildi á árinu 2022, aðrar síðar.
Fríverslunarsamningur Evrópusambandsins og Bretlands eftir BREXIT tók gildi á árinu og unnið var að sambærilegum samningi EFTA og Bretlands sem gert er ráð fyrir að taki gildi á árinu 2022. BREXIT hafði þau áhrif að alþjóðlegar umsóknir íslenskra aðila sem tilnefndu Evrópusambandið héldu ekki sjálfkrafa gildi í Bretlandi. Þeir notendur sem höfðu tilnefnt Evrópusambandið í alþjóðlegum umsóknum voru upplýstir um þá stöðu. BREXIT hefur þau áhrif að umboðsmenn með starfsemi í Bretlandi falla hvorki undir ákvæði 35. gr. laga um vörumerki né sambærileg ákvæði einkaleyfa- og hönnunarlaga. Ekki er því gert ráð fyrir að breskir umboðsmenn geti komið fram fyrir hönd umsækjenda hér á landi nema þeir hafi verið tilnefndir fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Innlent samstarf
Hugverkastofan á einnig í samtali við umboðsmenn hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Hún fundar reglulega með Félagi umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa (FUVE) og Félagi einkaleyfasérfræðinga (FEIS) til að miðla upplýsingum og tryggja að stofnunin veiti viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á.
Erlent samstarf
Þessi vinna fer að miklu leyti fram á vettvangi Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) en Hugverkastofan tekur virkan þátt í stjórnun stofnunarinnar sem fulltrúi eins af 38 aðildarríkjum hennar. Forstjóri Hugverkastofunnar var endurkjörinn varaformaður framkvæmdaráðs EPO til þriggja ára í desember 2021. Enn fremur er Hugverkastofan þátttakandi í margs konar tæknilegum og lögfræðilegum verkefnum sem öll miða að því að gera upplýsingar um einkaleyfi og umsóknir aðgengilegri fyrir notendur á heimsvísu og samræma túlkun aðildarríkjanna á sambærilegri löggjöf.
Þá taka starfsmenn stofnunarinnar þátt í fundum og námskeiðum á vegum Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) sem Ísland er aðili að.Hugverkastofan á einnig í viðamiklu samstarfi á vettvangi Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO), Nordic Patent Institute (NPI) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), auk samstarfs á milli einkaleyfa- og hugverkastofa Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.
Stefna Hugverkastofunnar
Þann 1. maí 2021 tók gildi endurskoðuð stefna Hugverkastofunnar til ársloka 2022. Þar eru nefnd fimm stefnumið sem tilgreina áherslur stofnunarinnar.
Fræðsla undir formerkjum Þekkingarbrunns er ýmist í formi fyrirlestra eða styttri námskeiða sem starfsmenn stofnunarinnar hafa umsjón með. Einnig eru fengnir gestafyrirlesarar þegar svo ber undir. Þá hafa verið lögð drög að sérhæfðum vinnustofum, sem í fyrstu munu tengjast móttöku og meðhöndlun vörumerkjaumsókna og rannsókn á skráningarhæfi merkja.
Hugverkastofan hefur samþykkt og innleitt jafnréttisáætlun og jafnlaunastefnu sem ætlað er að tryggja starfsfólki stofnunarinnar jöfn tækifæri og jafna stöðu og rétt allra kynja. Stefnan byggir einnig á mannauðsstefnu Hugverkastofunnar og gildunum fagmennska, þekking og traust.
Heimild hefur einnig fengist fyrir endurbættu húsnæði undir Hugverkastofuna sem mun styrkja vinnustaðinn enn frekar.
Samkvæmt lögum um loftslagsmál ber ríkisstofnunum að setja sér loftslagsstefnu og lykilþáttur til að fylgja henni eftir er að stofnanir haldi utan um sérstakt Grænt bókhald. Með bókhaldinu getur Hugverkastofan meðal annars fylgst með losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar frá starfseminni.
Árið 2021 losaði Hugverkastofan 3,36 tonn af koltvísýringi sem er 38% minna en árið áður. Skýringu á þessum mikla samdrætti má rekja til þess að fundir og námskeið erlendis voru haldin í formi fjarfunda vegna heimsfaraldursins.
Á árinu var tekin ákvörðun um að kolefnisjafna allan rekstur Hugverkastofunnar og því voru 40 tré gróðursett í nafni Hugverkastofunnar vegna losunar á árinu 2021.
Stafræn þróun
Við endurskoðun stefnu stofnunarinnar í ársbyrjun 2021 var ákveðið að setja frekari stafræna þróun í forgang og er markmiðið nú að stofnunin geti veitt alla þjónustu með stafrænum hætti. Ýmis stór skref hafa verið tekin á allra síðustu árum til að svo geti orðið. Meðal annars hafa gagnagrunnar stofnunarinnar verið nútímavæddir og öflugar vefþjónustur byggðar ofan á þá til að svara fyrirspurnum og taka á móti upplýsingum. Á fyrri hluta ársins 2021 var verkefnið Stafræn Hugverkastofa sett af stað. Verkefnið er tvíþætt og snýr annars vegar að ytri þjónustu og hins vegar innra verklagi.
við gagnagrunna stofnunarinnar.
Á nýjum vef verða öflugar leitarvélar þar sem hægt er að skoða umsóknir og skráð réttindi hjá stofnuninni. Þar verður jafnframt hægt að leggja inn allar tegundir umsókna og erinda með stafrænum hætti og greiða umsóknar- og þjónustugjöld. Á vefnum verða mínar síður fyrir notendur og aðgangur að þeim skjölum sem varða umsóknir og erindi, þ.m.t. umsóknargögn, skráningarskírteini, vottorð og höfnunar- og rökstuðningsbréf.

30 ára afmæli Hugverkastofunnar
Stutt ágrip

Afmælisráðstefna Hugverkastofunnar: Verndun hugverka getur skipt lykilmáli í þróun grænna tæknilausna
Hugverkaréttindi og náttúruauðlindir
Nýsköpun fyrir bjartari framtíð
Heilsa, matvælaframleiðsla og hugverk
Pallborðsumræður
Mikilvægt er einnig að virkja bæði einkageirann og hið opinbera. Samkvæmt Ara Ingimundarsyni þurfa hugverkamál að vera á hreinu til að virkja einkafjármagn. Samtímis verði að huga að réttum hvötum í opinberri fjármögnun á rannsóknum og þróun með því að skilyrða hana við nýsköpun sem er vernduð og með framleiðslu og fyrirtæki á bakvið sig.
Að lokum var rætt hvernig aðkomu stjórnvalda að fjármögnun í nýsköpun hér á landi ætti að vera háttað. Þar nefndi Sigríður Mogensen að slík fjármögnun og hvatar til nýsköpunar væru fjárfesting til framtíðar. Því ætti slík fjármögnun, hvort sem það væri í gegnum Tækniþróunarsjóð eða endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, að fara í verkefni sem eru skalanleg, vernduð með hugverkum og huga að því að sækja á erlenda markaði til að auka útflutningstekjur þjóðarbúsins. Á endanum snúist nýsköpun um hvaða verðmætasköpun verði til en slíkt muni drífa framtíðarhagvöxt og aukin lífskjör til framtíðar.
https://ipandsustainability.velkomin.is/is
Pistlar
Tölfræði
Hugverkaskráningar í gildi á Íslandi í lok 2021
Skráð hugverk
í lok árs 2021
61.200
íslenskra aðila
9.255
íslenska aðila
1.376
íslenskra aðila
Árið 2021
(Umsóknir)
4.284
1.449
184
Árið 2021
(Veitt réttindi)
2.651
1.420
141
Vörumerkjaumsóknum hér á landi fjölgaði um tæp 7% á árinu 2021. Einkaleyfisumsóknum íslenskra aðila fækkaði hins vegar um 23%.
Vörumerki
Ákvörðunum um birtingu vörumerkja fækkaði töluvert milli ára, eða um 33%. Hugverkastofan tók 2.651 ákvörðun um birtingu árið 2021, samanborið við 4.023 árið 2020. Munar þar helst um birtingar alþjóðlegra vörumerkja en þeim fækkaði um 45 % milli ára. Endurnýjunum skráðra vörumerkja fækkaði um 5% milli ára (3.133 endurnýjanir árið 2021 samanborið við 3.287 árið 2020). Fækkun var bæði í fjölda alþjóðlegra endurnýjana (1%), landsbundinna endurnýjana íslenskra aðila (8%) og landsbundinna endurnýjana erlendra aðila (12%).
*Með breytingum á vörumerkjalögum sem tóku gildi 1. september 2020 eru vörumerki nú birt til andmæla tveimur mánuðum áður en þau eru skráð. Því er í þessari yfirferð miðað við fjölda ákvarðana um birtingu vörumerkja til að gæta samræmis í framsetningu fyrir og eftir fyrrgreindar lagabreytingar.
Einkaleyfi
Heildarfjöldi landsbundinna einkaleyfa sem veitt voru hérlendis árið 2021 lækkaði úr níu árið 2020 í sjö árið 2021. Fjögur landsbundin einkaleyfi voru veitt til íslenskra aðila árið 2021 og þrjú til erlendra aðila.
Íslenskum PCT umsóknum fækkaði um 52% milli ára, en 12 slíkar umsóknir voru lagðar inn árið 2021 samanborið við 25 árið 2020 sem var metár. IS-PCT umsóknir eru alþjóðlegar PCT umsóknir sem lagðar eru inn á Íslandi þar sem umsækjandi er íslenskur.
Staðfestum evrópskum einkaleyfum hjá Hugverkastofunni fækkaði lítillega árið 2021 miðað við árið á undan. Árið 2021 voru 1.413 evrópsk einkaleyfi staðfest hér á landi samanborið við 1.445 árið 2020, sem er samdráttur um 2%. Er það í annað skipti frá því að Ísland gerðist aðili að evrópska einkaleyfasamningnum sem fækkun verður á fjölda staðfestra einkaleyfa milli ára, en þeim fækkaði einnig árið 2020.
Hönnun
Úrskurðir og ákvarðanir
Á árinu 2021 úrskurðaði Hugverkastofan í 14 andmælamálum og ákvarðaði í 16 málum um gildi skráningar. Hægt er að sjá úrskurði og ákvarðanir Hugverkastofunnar með því að smella hér.
Mannauður og rekstur
lögfræði, stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði, verkfræði, tölvunarfræði, kennslu, mannfræði, tannsmíði og verkefnastjórnun.
Í árslok 2021 störfuðu 37 starfsmenn á Hugverkastofunni, 26 konur og 11 karlar. Mikið barnalán hefur leikið við starfsmannahópinn en alls fóru sjö starfsmenn í lengra eða styttra fæðingarorlof á árinu. Einn starfsmaður starfaði hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) sem sérfræðingur lánaður til starfa og einn starfsmaður var ráðinn í sumarstarf í gegnum átak Vinnumálastofnunar um sumarstörf fyrir námsmenn.
Stella, starfsmannafélag Hugverkastofunnar, stóð fyrir nokkrum viðburðum á árinu þrátt fyrir ýmsar takmarkanir. Hæst ber að nefna flúðasiglingu niður Hvítá sem farin var á einum góðviðrisdegi í september.
Jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun
Rekstur
Rekstur Hugverkastofunnar gekk nokkuð vel á árinu þrátt fyrir áhrif vegna heimsfaraldurs. Fjárheimild stofnunarinnar var 571,5 m.kr. en reksturinn er sem fyrr segir með öllu fjármagnaður með þjónustugjöldum. Tekjur voru nokkuð undir áætlun en heildartekjur voru alls 527,9 m.kr. sem er um 2,5% minna en árið 2020. Mestu munar um tekjur vegna alþjóðlegra vörumerkjaumsókna sem voru nokkuð undir áætlun. Tekjurnar skiptust þannig að mestar voru tekjur vegna vörumerkja eða 62% af heildartekjum, þar á eftir voru tekjur vegna einkaleyfa 37% og tekjur vegna hönnunar voru 1%. Sértekjur Hugverkastofunnar voru 12,6 m.kr. sem skýrast af endurgreiðslum frá alþjóðastofnunum fyrir útlögðum kostnaði vegna samstarfsverkefna, ferðakostnaði og launakostnaðar sérfræðings í starfi hjá EUIPO.