Árið    2020

HÍ undirritar samkomulag um
eflingu þekkingar á hugverkaréttindum

Háskóli Íslands undirritaði í byrjun árs samkomulag við Evrópsku einkaleyfastofuna (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um þátttöku í Pan-European Seal áætluninni.

Markmið áætlunarinnar er að auka þekkingu á hugverkaréttindum meðal nemenda og starfsfólks háskóla í Evrópu og brúa þannig bilið á milli háskóla og atvinnulífsins þegar kemur að hagnýtingu og verndun hugverka. Háskólar sem eru hluti af áætluninni fá aðgang að kennsluefni og annars konar stuðning við kennslu og skipulagningu viðburða tengdum hugverkaréttindum.

Með þátttöku fá nemendur Háskóla Íslands einnig tækifæri til að fara í launað starfsnám hjá EPO og EUIPO. Þar geta nemendur öðlast einstaka starfsreynslu hjá alþjóðastofnunum og alhliða fræðslu á hugverkaréttindum, en auk þess fylgja starfsnáminu ýmiss konar fríðindi eins og tungumálanám. Nemendur á viðeigandi fræðasviðum geta sótt um starfsnámið til háskólans sem tilnefnir ákveðinn fjölda nemenda á hverju ári til EPO og EUIPO. Starfsnámið er opið fyrir nemendur sem leggja stund á efna- og tæknivísindi, verkfræði, lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði, alþjóðatengsl og samskipti.

EPO er önnur stærsta stofnun Evrópu með rúmlega sjö þúsund starfsmenn frá fleiri en 30 löndum. Höfuðstöðvar EPO eru í München en stofnunin er einnig með skrifstofur í Haag, Berlín, Vínarborg og Brussel. EUIPO er stærsta sjálfstæða undirstofnun Evrópusambandsins með um 1.200 starfsmenn og aðsetur í Alicante. Hugverkastofan á í miklu samstarfi við EPO og EUIPO fyrir Íslands hönd og hafði milligöngu um samstarf stofnananna við Háskóla Íslands vegna þátttöku í Pan-European Seal áætluninni.
56 háskólar í 26 löndum víðsvegar um Evrópu eru þátttakendur í áætluninni.
Samkvæmt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, mun samstarfið bæta aðgengi nemenda og starfsfólks að fræðslu um hugverkaréttindi, bæta hugverkakennslu og skapa nemendum tækifæri til að kynnast verndun hugverkaréttinda í starfi hjá alþjóðastofnunum. Rektor þakkar Hugverkastofunni fyrir að hafa milligöngu um samstarfið.

Nánar um Pan-European Seal áætlunina á heimasíðu EPO.
Leitarvél

Hugverkastofan á Framadögum 2020

Hugverkastofan kynnti þau starfstækifæri sem leynast í heimi hugverkaréttinda á Framadögum 2020 sem voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík þann 30. janúar. Á Framadögum kynna fyrirtæki og stofnanir starfsemi sína og framtíðarsýn fyrir nemendum og öðrum í atvinnuleit.

Viðburðurinn var settur af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, en hann heimsótti einnig bás Hugverkastofunnar ásamt Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, og ræddi þar við starfsfólk um starfsemi og hlutverk Hugverkastofunnar.
Hugverkastofan hefur reglulega tekið þátt í Framadögum síðustu ár. Framadagar hafa verið haldnir ár hvert við Háskólann í Reykjavík um nokkurt skeið og standa samtökin AIESEC að þeim.

UT messan

Í febrúar tók Hugverkastofan þátt í UTmessunni í fjórða sinn, en messan er einn stærsti viðburður ársins í upplýsingatæknigeiranum á Íslandi.

Bás Hugverkastofunnar var hannaður af Elsu Nielsen hjá auglýsingastofunni Kontor. Þar gátu gestir og gangandi kynnt sér mikilvægi hugverkaréttinda í upplýsingatæknigeiranum og fræðst um hvaða leiðir eru færar í að vernda hugverk í hugbúnaði. Einnig gátu gestir ráðstefnunnar tekið þátt í skemmtilegum vörumerkjaleik þar sem hægt var að vinna dróna í verðlaun. Meira en 500 manns tóku þátt í leiknum og í lok dags var heppinn þátttakandi dreginn út.

Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins mæta til leiks á UTmessunni með einum eða öðrum hætti og hvetja fólk til að kynna sér það nýjasta í heimi upplýsingatækni. Ráðstefnan er frábært tækifæri til að ná til fyrirtækja í upplýsingatækniiðnaðinum, en þau byggja að langmestu leyti á óáþreifanlegum verðmætum.
Japanski vísindamaðurinn Akira Yoshino sigraði í flokki uppfinningamanna utan EPO-landa. Mynd: EPO
EPO Patent Index 2020

EPO: Eftirspurn eftir evrópskum einkaleyfum árið 2020 knúin áfram af nýsköpun í heilbrigðistækni

Fjöldi evrópskra einkaleyfaumsókna sem lagðar voru inn hjá Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) árið 2020 stóð næstum í stað þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn, þökk sé miklum fjölda umsókna á sviði heilbrigðistækni.

Flestar umsóknir voru á sviði heilbrigðistækni en mestur vöxtur var á sviðum lyfja og líftækni. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði EPO.

  • Stöðug eftirspurn eftir evrópskri einkaleyfavernd þrátt fyrir heimsfaraldur
  • Uppfinningum á sviði heilbrigðistækni fjölgaði; fækkaði á sviði samgöngutækni
  • Mikil fjölgun umsókna frá Kína og Suður-Kóreu á meðan evrópskum, japönskum og bandarískum umsóknum fækkaði
  • Íslenskum umsóknum fækkaði úr 50 í 40 á milli ára
  • Samsung, Huawei og LG helstu umsækjendur


Þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 var heildarfjöldi evrópskra einkaleyfaumsókna á árinu 2020 næstum á pari við árið 2019; fjöldinn dróst saman um 0,7%. EPO bárust 180.250 umsóknir um evrópsk einkaleyfi á árinu 2020 sem er örlítil fækkun m.v. metfjölda umsókna sem barst árið 2019 (181.532).

Aukin nýsköpun á sviði lífvísinda og mikil virkni á sviði stafrænnar tækni

Umsóknum fjölgaði mest á sviði lyfja (+10,2%) og líftækni (+6,3%). Flestar umsóknir árið 2020 voru þó á sviði heilbrigðistækni (+2,6%) sem tók toppsætið aftur frá stafrænni tækni sem var helsta tæknisviðið árið 2019. Mikil nýsköpun var á þeim tæknisviðum þar sem umsóknafjöldi hafði vaxið hvað mest 2019: í stafrænni tækni (þar sem meðal annars er að finna tækni tengda 5G kerfum) og tölvutækni (þar á meðal tækni tengd gervigreind). Mikil einkaleyfavirkni var á þessum sviðum en þau voru annað og þriðja virkasta tæknisviðið. Töluverð fækkun var hinsvegar á einkaleyfaumsóknum á sviði samgangna (-5,5%), sérstaklega á sviði flug- og geimtækni (-24,7%).

Mestur vöxturí Kína og Suður-Kóreu – íslenskum umsóknum fækkar

Hvað varðar uppruna umsókna voru fimm helstu umsóknarlöndin aftur Bandaríkin (44.293 umsóknir), Þýskaland (25.954 umsóknir), Japan (21.841 umsóknir), Kína (13.432 umsóknir) og Frakkland (10.554 umsóknir). Mestur vöxtur var í umsóknum frá kínverskum (+9,9%) og suðurkóreskum (+9,2%) aðilum, en kínversk fyrirtæki voru sérstaklega virk á sviði líftækni, rafbúnaðar/tækja/orku (þar sem er meðal annars að finna uppfinningar á sviði grænnar orkutækni) og stafrænnar tækni. Ásama tíma fækkaði umsóknum frá bandarískum aðilum um 4,1% og japönskum aðilumum 1,1%.

Íslenskum umsóknum fækkaði um 20% árið 2020, eftir töluverða aukningu árið 2019. 40 umsóknir um evrópsk einkaleyfi voru lagðar inn hjá EPO árið 2020 samanborið við 50 árið 2019.

Alls lögðu aðilar frá 38 aðildarríkjum EPO inn rúmlega 81 þúsund umsóknir um evrópsk einkaleyfi á árinu 2020, sem er samdráttur um 1,3% milli ára. Meðal tíu efstu landana var mesti samdrátturinn í umsóknum frá Hollandi (-8,2%) og Bretlandi (-6,8%). Umsóknum frá Finnlandi fjölgaði hinsvegar um 11,1%, þökk sé mikilli nýsköpun á sviði stafrænnar tækni.

Samsung og Huawei aftur virkustu umsækjendurnir

Listinn yfir tíu virkustu umsóknaraðilana árið 2020 endurspeglar aukinn fjölda einkaleyfaumsókna frá Kína og Suður-Kóreu. Samsung (með 3.276 umsóknir) er efst á listanum en þar á eftir kemur Huawei (3.113 umsóknir) sem var efst á listanum árið 2019.

Nánari upplýsingar um EPO Patent Index 2020 má finna hér.

Daren Tang kjörinn til að gegna
stöðu forstjóra WIPO

Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar, sótti fund Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) fyrir Íslands hönd þar sem Daren Tang frá Singapúr var kjörinn til þess að gegna stöðu forstjóra stofnunarinnar til næstu sex ára. Hann hefur veitt hugverkastofu Singapúr forstöðu um árabil og hefur víðtæka þekkingu á málefnum hugverkaréttinda á alþjóðavettvangi.

Borghildur og Daren Tang

Ný einkaleyfaleitarvél Hugverkastofunnar

Nýrri einkaleyfaleitarvél Hugverkastofunnar var ýtt úr vör í mars. Vélin hefur svipaða virkni og fyrri einkaleyfaleitarvél, en byggir á nýjum gagnagrunni og er auk þess hraðvirkari.

Líkt og áður er hægt að leita eftir umsóknarnúmeri, forgangsréttarnúmeri, eiganda og umboðsmanni. Leitast verður við að uppfæra hana reglulega og bæta, í takt við þarfir notenda.

Leitarvélina er að finna hér.

WIPO: Alþjóðlegum einkaleyfaumsóknum fjölgar þrátt
fyrir COVID-19

Umsóknum um alþjóðlega skráningu hugverka fjölgaði mikið á síðasta ári þrátt fyrir slæmt efnahagsástand í kjölfar COVID-19 faraldursins samkvæmt nýrri tölfræði Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO). Kína fór í fyrsta skipti fram úr Bandaríkjunum í fjölda alþjóðlegra einkaleyfaumsókna og er nú helsti umsóknaraðilinn hjá WIPO.Fjöldi alþjóðlegra einkaleyfaumsókna sem lagðar eru inn á grundvelli PCT-samningsins er oft notaður sem mælikvarði á nýsköpun. Það er því áhugavert að sjá að umsóknum fjölgaði um 4% milli ára, sem er metfjöldi, þrátt fyrir að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 3,5% á sama tímabili á heimsvísu.
Líkt og í fyrra voru flestar PCT umsóknir frá Kína, eða 68.720 talsins. (+16,1% milli ára) en þar á eftir komu Bandaríkin með 59.230 umsóknir (+3% milli ára), Japan með 50.520 umsóknir (-4,1% milli ára), Suður-Kórea með 20.060 umsóknir (+5,2% milli ára) og Þýskaland með 18.643 umsóknir (-3,7%milli ára).
WIPO tölfræði.

Kínverski tæknirisinn Huawei var það fyrirtæki sem átti flestar PCT umsóknir árið 2020 og heldur toppsæti sínu frá því í fyrra með 5.464 umsóknir. Þar á eftir koma Samsung (Suður-Kórea) með 3.093 umsóknir, Mitsubishi (Japan) með 2.810 umsóknir og LG (Suður Kórea) með 2.759 umsóknir.

Alþjóðlegum vörumerkjaumsóknum fækkaði lítillega milli ára. Þetta var að einhverju leyti viðbúið þar sem vörumerkjaumsóknir endurspegla nýjar vörur og þjónustur sem settar eru á markað en það hefur dregist saman í heimsfaraldri COVID-19. Fjöldi alþjóðlegra vörumerkjaumsókna sem lagðar voru inn í gegnum Madrid kerfið dróst saman um 0,6% árið 2020 sem er í fyrsta sinn sem þeim fækkar milli ára frá efnahagshruninu 2008 til 2009.

Slæmt efnahagsástand hafði töluverð áhrif á eftirspurn eftir alþjóðlegri hönnunarvernd í gegnum Haag kerfið. Umsóknir um alþjóðlega skráningu á hönnun drógust saman um 15% árið 2020 sem er í fyrsta sinn síðan 2006 sem þeim fækkar milli ára.

Alþjóðahugverkadagurinn 2020: WIPO kallar eftir átaki í grænni nýsköpun

Þann 26. apríl var haldið upp á Alþjóðahugverkadaginn um heim allan. Árið 2020 var sérstaklega litið til þess hvernig nýsköpun og hugverkaréttindi geta skipt lykilmáli í því að finna lausnir á þeim umhverfisáskorunum sem við stöndum frammi fyrir.

World IP Day

Lítil aukning var í umfangi grænnar nýsköpunar á árinu 2019 þegar skoðaður er fjöldi alþjóðlegra einkaleyfaumsókna fyrir græna tækni. Forstjóri Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) kallar eftir nýsköpunarátaki til að berjast gegn loftslagsbreytingum.

Tölfræðin var gefin út nýlega af WIPO í tilefni af Alþjóðahugverkadeginum sem haldið er upp á um heim allan 26. apríl ár hvert. Greining WIPO sýndi að lítil aukning var í fjölda alþjóðlegra einkaleyfaumsókna í fjórum flokkum sem tengjast umhverfisvænni orku:


  • Endurnýjanleg orka
  • Orkusparandi tækni
  • Vistvænar samgöngur
  • Kjarnorka

Fjöldi einkaleyfaumsókna er oft notaður sem mælikvarði á umfang nýsköpunar. Samkvæmt tölfræði WIPO fjölgaði alþjóðlegum einkaleyfaumsóknum í þessum flokkum aðeins um 1,3% milli ára. 16.940 umsóknir bárust WIPO árið 2019 sem er minna en þegar mesta fjölda í þessum flokkum var náð árið 2016 þegar 17.880 umsóknir bárust WIPO.

Frekari upplýsingar má finna á vef WIPO.

EUROPOL – EUIPO: Tengsl milli hugverkaglæpa og annarra
alvarlegra glæpa

Aðilar sem stunda hugverkaglæpi (sem eru t.d. framleiðsla og sala á fölsuðum varningi og ólögleg dreifing höfundaréttarvarins efnis) eru einnig viðriðnir aðra glæpi eins og eiturlyfjasmygl, manndráp, vörslu ólöglegra vopna, nauðungarvinnu, matvæla- og lyfjasvindl, skattsvik, spillingu og peningaþvott. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Löggæslusamvinnustofnunar Evrópusambandsins (EUROPOL) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) sem birt var 10. júní 2020.

Í skýrslunnikemur fram að hugverkaglæpir eru oft framdir af skipulögðum glæpasamtökum sem notahugverkaglæpi til að fjármagna og styðja við aðra alvarlega glæpi. Þetta gengurgegn þeirri víðtæku skoðun að hugverkabrot séu glæpir án fórnarlamba, en aukþess að skaða efnahag og starfsemi fyrirtækja getur þetta haft víðtæk áhrif áheilsu og velferð neytenda, umhverfið og samfélagið í heild sinni.

Skýrsluna í heilder hægt að lesa hér.
Sjá nánar áheimasíðu EUROPOL hér.
Sjá nánar áheimasíðu EUIPO hér.
Hack the Crisis
Gagnaþon

Hugverkastofan í Hack the Crisis og Gagnaþon fyrir umhverfið

Hugverkastofan aðstoðaði við tvö „hakkaþon“ á árinu 2020. Hack the Crisis og Gagnaþon fyrir umhverfið voru nýsköpunarkeppnir þar sem markmiðið var að ýta undir nýsköpun og reyna að finna nýjar lausnir á vandamálum samtímans. Hugverkastofan veitti þátttakendum fræðslu um hugverk og hugverkaréttindi og hvernig þátttakendur gátu hámarkað verðmæti sín með verndun hugverka. Auk þess var sérfræðingur stofnunarinnar þátttakendum innan handar sem leiðbeinandi.

Startup Supernova

Nýr viðskiptahraðall, Startup Supernova, hóf göngu sína sumarið 2020 en hann er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova.

Tíu sprotafyrirtæki voru valin til þátttöku og hlaut hvert þeirra fjárstyrk að upphæð ein milljón króna, aðgang að vinnuaðstöðu og leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, stjórnenda og ráðgjafa.

Hugverkastofan var með kynningu og vinnustofu fyrir þátttakendur þar sem farið var vel yfir hvað frumkvöðlar þurfa að hafa í huga við verndun og hagnýtingu hugverka, sem og tækifærin sem felast í hugverkaréttindum sem viðskiptatæki.
Startup Supernova

Ísland fellur um eitt sæti á nýsköpunarvísitölu WIPO

Ísland féll um eitt sæti á nýsköpunarvísitölu Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) (e. Global Innovation Index, GII) fyrir árið 2020. Ísland er nú í 21. sæti vísitölunnar en fór upp um þrjú sæti á vísitölunni í 20. sæti í fyrra eftir að hafa verið í 23. sæti árið 2018.

Sviss er í efsta sæti vísitölunnar líkt og í fyrra en þar á eftir koma Svíþjóð, Bandaríkin, Bretland og Holland. Norðurlandaþjóðirnar eru allar ofarlega líkt og síðustu ár, Svíþjóð er í öðru sæti á meðan Danmörk er í 6. sæti, Finnland í 7. sæti og Noregur í 20. sæti.

Vísitalan tekur saman og raðar nýsköpunargetu og -árangri aðildarríkja stofnunarinnar, en meðal þess sem er skoðað er árangur ríkja í hugverkaframleiðslu og -vernd ásamt fjárfestingu í nýsköpun. Ísland skorar tiltölulega hátt í þremur af sjö undirstoðum vísitölunnar: Stofnanir (e. Institutions), viðskiptaumhverfi (e. Business sophistication) og hugvitsafurðir (e. Creative outputs). Á sama tíma skorar Ísland tiltölulega lágt í fjórum undirstoðum: Mannauður og rannsóknir (e. Human capital & research), innviðir (e. Infrastructure), markaðsumhverfi (e. Market sophistication) og þekkingar- og tækniafurðir (e. Knowledge & technology outputs).

Skýrsla GII í ár skoðar sérstaklega fjármögnun á bakvið nýsköpun og hvernig hægt er að hvetja til nýsköpunardrifinnar frumkvöðlastarfsemi, hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem blasa við heiminum um þessar mundir vegna COVID-19 er einnig farið yfir nýjar mögulegar leiðir til að fjármagna rannsóknir og þróun á þessum erfiðu tímum.

Í skýrslunni vakti Francis Gurry, fráfarandi forstjóri WIPO, athygli á mikilvægi þess að stjórnvöld settu nýsköpun í forgang í aðgerðaráætlunum á tímum COVID-19: „Stjórnvöld þurfa að horfa fram á veginn í þeim aðgerðum sem ráðist er í og styðja við einstaklinga, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki og aðra aðila sem eru með nýsköpunar- og samstarfshugmyndir fyrir heiminn að loknu COVID. Nýsköpun er lausnin.“

Hægt er að sjá heildarárangur Íslands með því að smella hér.

Hægt er að skoða skýrslu GII 2020 í heild sinni og helstu niðurstöður með því að smella hér.

Ný lög um vörumerki taka gildi


Þann 1. september áttu sér stað töluverðar breytingar varðandi skráningu merkja hér á landi með gildistöku nýrra laga um vörumerki. Lögin voru samþykkt á Alþingi 12. júní 2020 og með þeim voru ákvæði vörumerkjatilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2436 innleidd, en í henni felast fjölmörg nýmæli.

Ber þar helst að nefna nýjar tegundir vörumerkja sem hægt er að skrá hér á landi. Með því gefast aukin tækifæri til verndunar vörumerkja en nú er t.d. mögulegt að skrá hljóðmerki, hreyfimerki og margmiðlunarmerki hér á landi.

Breytingarnar samræma einnig nálgun aðildarríkja Evrópusambandsins og EES/EFTA-ríkjanna varðandi skráningu, notkun og verndartíma vörumerkja, en einnig ítarlegri ákvæði en áður um tengd réttindi, þ.e. félaga- og ábyrgðar- og gæðamerki.

Meira um breytingu á vörumerkjalögum
Meira um nýjar tegundir vörumerkja
Meira um breytingar á málsmeðferð
Gerðir merkja skýrðar nánar

Með nýjum tegundum vörumerkja gefast aukin tækifæri til verndunar vörumerkja á Íslandi. Taktu þátt í skemmtilegum leik og giskaðu á öll merkin.

Hversu mörg vörumerki þekkir þú?


Gríðarleg tækniþróun hefur átt sér stað á sviði reiðhjólsins síðan það kom fyrst fram á sjónarsviðiðum miðja 19. öld. En hvert var hlutverk nýsköpunar og hugverkaréttinda í því ferli? Hvert verður það í komandi tækniþróun?

Að finna upp hjólið:
Nýsköpun og hugverk

Á þessum rafræna viðburði okkar í samstarfi við Lauf Cycling og Auðna Tæknitorg þann 7. október 2020 var fjallað á léttu nótunum um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaréttinda út frá fortíð og framtíð reiðhjólsins og hvernig þau geta stuðlað að framþróun og verðmætasköpun. Fundurinn var hluti af Nýsköpunarvikunni 2020 sem var haldin í fyrsta sinn.


Á fundinum fór Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Hugverkastofunnar, yfir það hvernig saga reiðhjólsins er samofin sögu nýsköpunar og hugverkaréttinda. Með því að skyggnast í einkaleyfaskjöl síðustu 200 ára kemur í ljós að hugverkaréttindi hafa gegnt lykilhlutverki í þessari þróun sem er ennþá í fullum gangi.


Í erindi sínu fór Benedikt Skúlason, forstjóri og stofnandi Lauf Cycling, yfir nýsköpunarsögu fyrirtækisins en árangur þess er að miklu leyti byggður á réttri verndun og hagnýtingu hugverka.


Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðna Tæknitorgs, fór því næst yfir stofnun og starfsemi Auðnu, en með tilkomu tækniyfirfærslu skrifstofu hér á landi hafa aðilar í rannsóknar- og þróunarstarfi aukin tækifæri til að hagnýta sér nýsköpun og skapa verðmæti.


Að lokum fóru fram léttar umræður með Borghildi Erlingsdóttur, forstjóra Hugverkastofunnar.


Hægt er að finna upptöku af viðburðinum með því að smella hér.

Heima fékk Gulleggið

Viðskiptahugmyndin Heima varð hlutskörpust í Gullegginu 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Rafrænt lokahóf keppninnar fór fram föstudaginn 16. október þar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynnti um sigurvegarann.

Sigurteymi Gulleggsins 2020: Heima. Ljósmynd: Gulleggið / Axel Fannar Sveinsson
Sigurteyminþrjú. Ljósmynd: Gulleggið / Axel Fannar Sveinsson

Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga. Hér er hægt að skoða hvernig lausnin kemur til með að líta út. Verðlaunaféð fyrir fyrsta sætið var að þessu sinni 1.000.000 krónur frá Landsbankanum.


Í öðru sæti var hugmyndin Hemp Pack sem gengur út á að nýta iðnaðarhamp og örverur til að framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í náttúrunni. Hemp Pack hlaut að launum 500.000 krónur frá Landsbankanum. Hemp Pack hlaut jafnframt samtalsleit einkaleyfa í aukaverðlaun frá Hugverkastofunni, auk fleiri aukaverðlauna frá KPMG og Össuri.


Í þriðja sæti var Frosti sem framleiðir íslenskar skyrflögur. Frosti hlaut að launum 300.000 krónur frá Landsbankanum. Frosti hlaut jafnframt aukaverðlaun frá Advel lögmönnum.


Hugverkastofan hefur verið stoltur samstarfsaðili Gulleggsins síðustu ár. Sérfræðingar Hugverkastofunnar miðla hugverkaþekkingu sinni í vinnustofum keppninnar og eru liðum Gulleggsins innan handar við að vernda hugverk sín. Icelandic Startups stendur árlega fyrir keppninni en hún er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Í ár bárust um 170 hugmyndir í keppnina og á bak við þær stóðu um 300 manns. Nánari upplýsingar um Gulleggið og keppnina í ár má finna hér.

Neikvæðari viðhorf gagnvart brotum
á hugverkaréttindum

Viðhorf almennings gagnvart brotum á hugverkaréttindum eru neikvæðari en áður samkvæmt nýrri skýrslu Evrópsku athugunarstöðvarinnar um brot á hugverkaréttindum (EUIPO Observatory). Í skýrslunni kemur fram að evrópskur almenningur er neikvæðari gagnvart kaupum á fölsuðum varningi og ólöglegu niðurhali en þegar rannsóknin var síðast framkvæmd árið 2017.

Í skýrslunni kemur einnig fram að með aukinni þekkingu og skilningi á hugverkaréttindum minnka líkurnar á að einstaklingar brjóti gegn þeim. Á þetta bæði við um kaup á fölsuðum varningi og ólöglegt niðurhal og streymi.

Líkt og í fyrri rannsóknum EUIPO Observatory kemur fram að flestir svarendur (98%) eru sammála því að mikilvægt sé að uppfinningamenn, hönnuðir og aðrir listamenn geti verndað hugverk sín og fengið laun fyrir vinnu sína. Einnig kemur fram að meirihluti svarenda (73%) er sammála því að hugverkaréttindi séu atvinnuskapandi og að tilvist þeirra stuðli að efnahagslegum stöðugleika í Evrópu.

Niðurstöðurnar sýna einnig að fleiri en áður telja sig hafa góðan skilning á hugverkaréttindum. Það er mikilvægt þar sem þeir sem telja sig hafa góðan skilning á hugverkaréttindum eru ólíklegri til að brjóta á móti þeim viljandi, annað hvort með því að kaupa falsaðan varning eða stunda ólöglegt niðurhal.

Falsanir

Hlutfall svarenda sem viðurkennir að kaupa viljandi falsaðan varning lækkar úr 7% í 5%. Líkt og í könnuninni 2017 kemur fram að ungt fólk sé töluvert líklegra til að kaupa falsaðan varning. 10% svarenda á aldrinum 15 til 24 ára viðurkennir að kaupa falsaðan varning.

Mikill meirihluti svarenda (83%) er sammála því að kaup á fölsunum hafi neikvæð áhrif á atvinnusköpun og iðnað. Þetta er aukning um 4% frá 2017. Einnig hefur hlutfall þeirra sem telur að öryggi og heilsu fólks stafi ógn af fölsuðum varningi aukist um 5% milli kannana, en talið er að þetta megi að einhverju leyti rekja til aukinnar vitundar um fölsuð lyf og hlífðarbúnað á tímum COVID-19.

Aftur heim

Ólöglegt niðurhal
Hlutfall svarenda sem viðurkenndu að stunda ólöglegt niðurhal lækkaði úr 10% í 8% milli kannana. Viðhorf gagnvart ólöglegu niðurhali og streymi eru einnig neikvæðari en áður. Frá 2013 hefur hlutfall Evrópubúa sem er sammála því að það sé í lagi að nálgast stafrænt efni með ólöglegum leiðum ef það er til einkanota fallið um 15% og um 10% frá síðustu könnun árið 2017.
Jafnframt hefur hlutfall þeirra sem telur það vera réttlætanlegt að nálgast stafrænt efni með ólöglegum leiðum þegar það er engin lögleg veita í boði minnkað niður í 28%, en 32% svarenda voru sammála því í könnuninni 2017. Það vekur einnig athygli að mikill meirihluti svarenda (89%) kýs að nálgast stafrænt efni í gegnum viðurkenndar efnisveitur ef löglegur kostur á viðráðanlegu verði er í boði.

Frekari upplýsingar má nálgast hér.
Skýrsluna í heild sinni má nálgast á heimasíðu EUIPO Observatory.