Pistlar

1
/5

Framtíð í hugverkadrifnu hagkerfi

Jón Gunnarsson

samskiptastjóri

Í nýrri skýrslu OECD um íslenskan efnahag kemur fram að margt megi bæta til að efla nýsköpuná Íslandi. Með aukinni vitund íslenskra fyrirtækja um vernd og hagnýtingu hugverka getur Ísland stuðlað að sjálfbærum hagvexti og aukinni verðmætasköpun til framtíðar.

Sterkarundirstöður, litlar afurðir

Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem birt var 7. júlí síðastliðinn kemur fram að Ísland eigi mikið inni í nýsköpunarmálum þrátt fyrir að vera nýjungagjarnt land. Hugverkaiðnaður er þar sérstaklega tekinn fyrir en skýrslan sýnir að þó hér á landi séu undirstöður nýsköpunar (e. Innovation foundation) sterkari en að jafnaði í löndum OECD þá erum við langt á eftir í nýsköpunarafurðum (e.Innovation outcomes). Til dæmis eru færri íslensk einkaleyfi og vörumerki vernduð alþjóðlega en að meðaltali í OECD miðað við höfðatölu. Ísland er einnig eftirbátur annarra landa OECD þegar kemur að íslenskum einkaleyfum og vörumerkjumá sviði upplýsingatækni. Veikleikar Íslands á þessu sviði sýna að við erum ekki að hámarka skilvirkni rannsókna og þróunar og þau verðmæti sem nýsköpun getur skapað.

Nýr heimur verðmæta

Nýsköpun og verðmæti fyrirtækja hafa tekið stakkaskiptum síðustu áratugi, ekki aðeins á Íslandi heldur um heim allan. Hugverk eru í dag helstu verðmæti fyrirtækja. Þau vernda ekki aðeins samkeppnisforskot þeirra á markaði, heldur eru þau forsenda fjárfestinga og samstarfs á sviði nýsköpunar. Vernduð hugverk eru einnig forsenda útflutnings á tækni og þekkingu.

Rannsóknir á þessu sviði hafa einmitt sýnt að það er sterk fylgni á milli fyrirtækja í Evrópu sem eiga skráð hugverk og þeirra sem ná meiri árangri. Fyrirtæki sem eiga skráð hugverk skapa að meðaltali 20% hærri tekjur á hvern starfsmann en þau sem eiga engin skráð hugverk. Þegar skoðuð eru einungis lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar 68% hærri. Lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru einnig 21% líklegri til að ná örum vexti.

Það er því ekki tilviljun að þau íslensku nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð hvað mestum árangri hér á landi síðustu ár eru einmitt þau fyrirtækis em eru hvað virkust í skráningu og hagnýtingu hugverka, hvort sem það eru einkaleyfi, vörumerki eða hönnun. Fyrirtæki eins og Össur og Marel eru til dæmis með slíka heimspeki samofna inn í sín DNA. Nýsköpun verður að fylgja vernd þeirra hugverka sem í henni skapast.

Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Aukin vitund um mikilvægi og hlutverk hugverkaréttinda í nýsköpun og iðnaði er nauðsynleg. Aðilar í nýsköpun þurfa að vita um þau gríðarlegu tækifæri sem felast í því að nota kerfið rétt. Ekki síður þurfa þeir að vita af þeim hættum sem geta leynst fyrir þá aðila sem hundsa það. „Þetta reddast“ verður seint talin vænleg áætlun til árangurs í nýsköpun þegar kemur að því að koma hugmynd á markað og skapa verðmæti.

Íslander í dauðafæri á að vera leiðandi afl í sjálfbærri verðmæta-og atvinnusköpun með því að styðja við hugverkaiðnað hér á landi. En hugverkaréttindi eru auðvitað ekki töfralausn: Árangur í nýsköpun næst ekki sjálfkrafa við hugverkavernd. En hann næst heldur ekki án hugverkaverndar.

Samleið sjálfbærni og hugverka

Slík nýsköpun getur í eðli sínuverið sjálfbær. Sem dæmi má taka íslenskan sjávarútveg, en það er ekki langt síðan íslenska hagkerfiðvar algjörlega undir sjávarauðlindunum komið í verðmætasköpun. Formúlan var í rauneinföld: Aukin verðmætasköpun kom með auknu álagi á auðlindina. Fleiri krónur með fleiri fiskum og fleiri kílóum úr sjó.

Hugverkaiðnaður sem sprottið hefur upp í kringum sjávarútveg hér á landi hefur hins vegar sýnt það að það er til önnur leið. Með takmörkunum á nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar hefur nýsköpun og verndun hugverka verið knýjandi afl fyrir aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi. Þessi árangur hefur ekki náðst með auknu álagi á náttúruauðlindina sjálfa, heldur með hugviti, tækni, þekkingu og bættu orðspori sem gerir afurðina að einhverju meiru en bara hrávöru. Það hefur einnig hvatt til hámarksnýtingar á hverjum fiski sem hefur skapað gríðarlega verðmætar hliðargreinar, t.d. í lyfja- og líftækni. Þar spila skráning einkaleyfa og vörumerkja lykilhlutverk.

Tækifærin handan við hornið

Skýrsla OECD sýnir að með réttum áherslum er framtíðin björt í íslenskri nýsköpun. Nýr heimur er að opnast í tækifærum tengdum fjórðu iðnbyltingunni og þörf heimsins fyrir nýskapandi lausnir til að takast á við umhverfisáskoranir og kröfurum sjálfbærni. Hér á landi búum við jafnframt við einstakar aðstæður sem veita ýmis tækifæri í orkutengdri nýsköpun, frekari tækniþróun í sjávarútvegi og nýjum aðferðum við matvælaframleiðslu.

Hugverk eru í raun ótæmandi auðlind, þar eiga því sjónarmið um sköpum verðmæta og sjálfbærni samleið.

Pistillinn birtist fyrst í Viðskiptablaðinu 15. júlí 2021.

Fyrri

Hvað er líkt með vörumerki og vörumerki?

Næst

Hljóðmerki