Hugverk og hugverkaréttindi

1
/10

Hugverkaréttindi hafa jákvæð áhrif á íslenskt hagkerfi og atvinnusköpun samkvæmt nýrri skýrslu EUIPO og EPO

Jón Gunnarsson 

Communication Manager

Íslensk fyrirtæki sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum standa undir 39,6% af vergri landsframleiðslu og skapa 29,2% af öllum störfum hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandins (EUIPO) og Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) um atvinnugreinar sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum og efnahagsárangur í Evrópusambandinu, sem kom út í september.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er hluti af rannsókn EUIPO og EPO en skýrslan sýnir að íslensk fyrirtæki sem leggja mikið upp úr hugverkaréttindum standa undir rúmlega 50 þúsund störfum hér á landi. Þar er stærstur hluti fyrirtæki sem leggja mikið upp úr vörumerkjum (23% starfa og 33,1% vergrar þjóðarframleiðslu) en einnig var skoðaður hlutur fyrirtækja sem leggja mikið upp úr einkaleyfum (6,6% starfa og 9,4% VLF), hönnun (8,3% starfa og 6,7% VLF) og höfundarétti (7,8% starfa og 6,4% VLF).

Skýrslan sýnir einnig að hugverkaiðnaður greiðir umtalsvert hærri laun en annar iðnaður. Fyrirtæki sem nýta sér hugverkaréttindi í miklum mæli greiða að meðaltali 47% hærri laun en önnur fyrirtæki. Talan er enn hærri hjá fyrirtækjum sem nýta sér einkaleyfi í miklum mæli en þau greiða að meðaltali 72% hærri laun.

Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Hugverkastofunnar segir:
„Tölurnar sýna svart á hvítu hvað hugverk og hugverkaréttindi eru gríðarlega mikilvæg í iðnaði og viðskiptum á Íslandi í dag. Hugverkaréttindi eru nauðsynleg viðskiptatæki fyrir íslenskan iðnað þar sem þau hvetja til hagvaxtar og skapa ekki aðeins störf, heldur hálaunastörf hér á landi.“

Nánari innsýn í tölfræði Íslands er hér.

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.

Fyrri

Gómsæt hugverk

Næst

Hugverk eru heimsins gæfa