Pistlar

9
/9

Tæknisvið einkaleyfa – lykillinn að IPC-flokkunarkerfinu

Ragnhildur Þórarinsdóttir

Sérfræðingur

Fjöldi einkaleyfa getur verið góður mælikvarði á þróun og á hvaða sviðum hún hefur átt sér stað. Það getur hins vegar reynst erfitt að nýta alþjóðlega einkaleyfaflokkunarkerfið IPC (International Patent Classification) í þessum tilgangi enda samsett úraragrúa flokka og undirflokka sem tengjast saman eftir kúnstarinnar reglum.

Til að gefa betri mynd af tæknisviðum gildra einkaleyfa hefur verið þróaður lykill þar sem IPC-flokkarnir eru tengdir við eitt af 36 skilgreindum tæknisviðum*. Lykillinn var notaður á einkaleyfagögn Hugverkastofunnar í fyrsta sinn árið 2020 og gefur betri mynd af samsetningu einkaleyfa hér á landi.

Af þeim 8.895 einkaleyfum sem voru í gildi 31. desember 2020 var rúmlega helmingur á sviði lyfja auk þess sem rúmlega þrjú af hverjum fjórum einkaleyfum tengjast efnafræðiiðnaðinum. Nánari skiptingu milli iðnaða og tæknisviða má sjá á meðfylgjandi riti.

Ef aðeins eru skoðuð þau 87 gildu einkaleyfi sem eru í eigu íslenskra aðila má sjá að yfir helmingur þeirra tengist vélaverkfræði og tækjum. Samantekt á gildum íslenskum einkaleyfum í september 2020 sýndi einmitt að meirihluti þeirra tengist sjávarútveginum og þá helst veiði og vinnslu þar sem vélar og sú sjálfvirknivæðing sem þeim fylgir hefur átt stóran þátt í framþróun síðustu áratugi.

Fyrri

Kynjabil í hugverkaiðnaði er tap okkar allra

Næst

Um fimmtungur íslenskra einkaleyfisumsókna tengist sjávarútvegi